• ALLTY 2000 framljós + RN 120 TL afturljós

ALLTY 2000 framljós

Í ALLTY 2000 eru tvær kraftmiklar LED díóður og innbyggt dagljós. Þetta er fjölhæft ljós með tveimur 3.6V 18650 rafhlöðum og hámarks lýsingu í allt að 2000 lúmen. ALLTY 2000 er hannað með það í huga að endurkast frá hliðum þess auki sýnileika. 

ALLTY 2000 er mjög góður kostur bæði fyrir götu- og fjallahjólreiðar. OLED skjárinn sýnir ljósastillingar, stöðu rafhlöðunnar og hversu langan tíma hún dugar, sem getur auðveldað hjólreiðafólki skipulag. Hægt er að festa ljósið kirfilega á festingu á handfanginu eða undir festingu fyrir GoPro myndavélar. Tvískipt ljósið er hannað til þess að gefa frá sér jafna lýsingu, sem nær yfir breiðara svæði og lýsir betur upp veginn.

Eiginleikar

● ALLTY 2000 er fjölvirkt reiðhjólaljós með lýsingu sem nær að hámarki 2000 lúmen.
● Hágæða linsa er á ljósinu og hönnunin á hliðum þess er gerð til að auka sýnileika.
● Dagljósið vekur athygli bílstjóra og gangandi vegfaranda til að auka öryggi. 
● OLED skjárinn sýnir ljósastillingar, stöðu rafhlöðunnar og hversu langan tíma hún dugar fyrir öll 17 birtustigin, sem getur auðveldað þér að búa til betra hjólaplan.
● Handhægt rafhlöðustæði með tveimur 3500mAh 18650 rafhlöðum.
● Hægt að festa á fjölbreyttan hátt, hægt að setja á tölvufestingar og á GoPro eða Garmin festingar.
● Ljósið geymir alltaf stillinguna sem var síðast notuð þegar kveikt er á því.
● Ljósið er með IPX 5 vatnsheldni sem verndar það gegn vatnsgusum úr öllum áttum.

RN 120 TL afturljós

RN 120 er kraftmikið afturljós sem hægt er að hlaða með USB snúru. Ljósið hefur hámarks lýsingu í allt að 120 lúmen og hönnunin veitir sýnileika í 260°.

Þetta alhliða afturljós hentar í götuhjólreiðar og daglegum hjólaferðum í borgum. Innbyggður birtuskynjari stillir birtustig eftir breytingum á umhverfi. Þetta eykur öryggi og sýnileika á skilvirkan hátt í dagsbirtu og myrkri. Auðvelt er að festa RN 120 undir hnakka á mismunandi sætum. 

Eiginleikar

● Hámark 120 lúmen, 260 gráðu sýnileiki.
● Snjall hreyfiskynjari fyrir öryggi á ferð.
● Lágmarksrafhlöðuhamur: Við 5% rafhlöðu fer ljósið í blikkandi orkusparnaðarham.
● Birtuskynjari: Stillir sjálfkrafa birtustig og birtuham eftir breytingum á umhverfi.
● Auðvelt í notkun: Tvísmellið til að skipta um ham, flettið í gegnum birtustillingar með því að smella stutt, notið minnisstillingar til að nýta fyrri stillingu.
● Smart Battery indicator.
● IPX6 vatnsheldni stenst vatn úr öllum áttum.
● Endurhlaðanlegt með USB snúru.

ALLTY 2000 framljós + RN 120 TL afturljós

  • Vörumerki Olight
  • Vörunúmer: OL1394ogOL1370
  • Lagerstaða: Til á lager
  • 38.310 kr.
  • 34.479 kr.

  • Án vsk.: 27.806 kr.