5 ára Olight ábyrgð

Ef Olight galli finnst í efni eða frágangi á Olight vörunni þinni viljum við bæta úr því.

Innan 30 daga frá því að varan er keypt: Skilaðu vörunni til seljandans og þú færð annað hvort nýja í staðinn eða þá að sú gallaða er lagfærð.

Innan fimm ára frá því að varan er keypt: Skilaðu vörunni til Olight og við lagfærum hana eða látum nýja í staðinn, ef varan virkar ekki vegna galla frá verksmiðjunni. Þetta á ekki við augljóst slit á vörunni vegna notkunar eða alvarlegar skemmdir. 

Eftir fimm ár frá því að varan er keypt: Skilið vörunni til Olight og við munum gera við hana eða útvega nýja. Við munum meta kostnaðinn og látum þig vita þegar við fáum vöruna.

Omni Dok hleðslutækið er einnig með fimm ára ábyrgð. 

Þessi ábyrgð nær að sjálfsögðu ekki yfir venjulega notkun og slit. EF LJÓSIÐ ÞITT ER ILLA SKEMMT OG ÞÚ SENDIR OKKUR ÞAÐ MUNUM VIÐ ENDURSENDA ÞAÐ. Þessi ábyrgð nær EKKI heldur yfir breytingar, misnotkun, sundurtekningu, vanrækslu, slys, ófullnægjandi viðhald eða viðgerðir sem framkvæmdar eru af öðrum en viðurkenndum söluaðila. KAUPANDINN BER ÁBYRGÐ Á KOSTNAÐI VEGNA ENDURSENDINGAR. Vinsamlega athugið að ferlið vegna ábyrgðar getur tekið þrjár til fjórar vikur þangað til þú færð vöruna aftur í hendurnar. 

*Aukahlutir, s.s. vasafestingar, hulstur og hleðslusnúrur eru ekki með fimm ára ábyrgð. Þetta eru aukahlutir sem eru ókeypis með vörunum okkar.

Höfuðljós eru með tveggja ára ábyrgð (Nordic vörulínan og Array).
Rafhlöður eru með eins árs ábyrgð.